Hlölli
Yndislegur pjakkur sem kom í “mini myndatöku” með mömmu sinni í febrúar.
Nokkurra daga gamall moli
Yndislegur lítill moli sem kom með mömmu sinni og pabba til mín í upphafi árs og þá aðeins nokkurra daga gamall.
Viðburðaríkt ár
Árið 2014 hefur verið viðburðaríkt í lífi okkar fjölskyldunnar, við festum kaup á nýju fokheldu húsi um áramótin og við tók þrotlaus vinna við að koma því í stand, að vísu stóð maðurinn minn nánast í því einn en ég reyndi þó að hjálpa til eins og ég gat. En á meðan hann eyddi öllum stundum fyrir utan vinnutíma og blánóttinni í nýja húsinu okkar mæddi auðvitað meira á mér heimafyrir, ég sá nánast alfarið um börnin og heimilið. Ekki nóg með það þá tók ég að mér kennslu, ég leysti af myndmenntakennarann í skólanum okkar í 3 mánuði, eða fram að páskum. Strax eftir páska hófst svo vinna við…
Sætar systur
Þessar sætu systur komu í jólakorta mynadtöku til mín fyrir síðustu jól
Ferlega flott þessi þrjú
Þær eru systur og hafa komið til mín áður í myndatöku, en í þetta sinn kom frændi þeirra með