Guðmundur + Elín
Það var síðasta laugardag í blíðu og fallegu veðri sem Elín og Guðmundur létu pússa sig saman í Lágafellskirkju að viðstöddum litlu stelpunum þeirra þremur og nánustu fjölskyldu og vinum. Innilega til hamingju með daginn ykkar Guðmundur og Elín! HÉR má sjá fleiri myndir frá deginum þeirra
Dísa + Óskar
Yndislegur, bjartur og fagur dagur blasti við þeim á sjálfan brúðkaupsdaginn sl. laugardag. Gleðigjafinn þeirra hún Hera Hrönn fór á kostum í myndatökunni og þau reyndar sjálf líka, held ég geti fullyrt að hafa sjaldan eða aldrei hlegið eins mikið í brúðarmyndatöku áður. Elsku Dísa og Óskar, innilega til hamingju með daginn ykkar!
Inga + Lýður
Þau kynntust í HR, felldu hugi saman, eiga yndislegar 2 ára tvíburastelpur og gengu í hjónaband 16.júlí sl. Dagurinn þeirra var sólríkur, bjartur og fagur eins og athöfnin í kirkjunni. Innilega til hamingju með daginn ykkar! Kjóllinn var alveg sjúklega flottur Hér má svo sjá slideshow með fleiri myndum frá deginum þeirra
Litla ponsu skons
Nokkurra daga gömul þegar hún kom ásamt foreldrum sínum fyrr í sumar
Flottur pjakkur
Kom með mömmu sinni og stóru systur í myndatöku fyrr í sumar, hann lék á alls oddi en stóra systir hans mátti ekkert vera að því að láta taka af sér myndir