Karítas Talía
Ofurkrútt sem kom í myndatöku fyrir jólin, hún hefur komið áður þegar hún var bara lítið spons og hér má sjá þær myndir
Úber fersk fjölskylda
Þau komu í myndatöku fyrir jólin, töluðu um að hafa ætlað að gera þetta í fleiri fleiri ár. Margir koma eingöngu í myndatöku meðan börnin eru lítil, en þessi fjölskylda ákvað að koma þrátt fyrir að strákarnir þeirra séu ekki lengur nein smábörn. Ég held svei mér þá að ég hafi sjaldan skemmt mér eins vel í myndatöku og hlegið eins mikið, þetta er með ólíkindum hresst fólk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Elín Alda, Ragnheiður Inga og Hinrik Bjarki
Þau komu í myndatöku fyrir jólin og auðvitað í jólafötunum sínum fín og flott
Luiza og Sonia
Ótrúlega flottar og skemmtilegar stelpur sem komu í myndatöku í desember sl.
Fjögur fræknu
Þau komu í myndatöku fyrir jólin þessi flottu systkin