Pínu preview
…fyrir Önnu Gyðu, Ingvar og ömmuna sem er ekki minna spennt held ég. Litli snúður 10 daga gamall
Litla skottulott
Ég heimsótti þessa litlu skottu þegar hún var tveggja vikna gömul, hún fæddist í ró og næði heima enda amma hennar ljósmóðir. Það var sama hversu mikið var brölt og vesenast með þessa skottu hún var svo vær og góð meðan á öllu þessu stóð. Elsku Svandís og Rabbi, til hamingju með dúlluna ykkar og gangi ykkur vel í öllu því sem framundan er, ég hugsa mikið til ykkar.
Kristín + Rúnar Ingi = Krúttilíus
Hann var ekkert á því að sofna, bara alls ekkert og enn síður vildi hann láta leggja sig niður. Vildi bara kúra í mömmu eða pabba fangi, því þar er jú lang best að vera. Að gefast upp er hins vegar ekkert sem ég geri svo auðveldlega þannig að ég beið í rólegheitum meðan hann drakk, og kúrði, við reyndum en lítið gekk. Ég beið meira og meira prófaði meira og enn gekk lítið, niðurstaðan var sú að koma aftur daginn eftir. Aftur mætti ég og sagan var nánast sú sama, að vísu svaf hann, en ekki nema í mömmu og pabba fangi. Áfram beið ég og beið, spjallaði við…
Alexandra
6 vikna, kom í myndatöku með mömmu sinni og pabba í síðustu viku. Hér eru nokkrar myndir
Aron Logi
er nafnið sem litli kúturinn við hliðina á fékk á fyrsta degi sumarsins. Þessar myndir voru teknar um daginn þegar hann var 8 daga gamall