Lítill snúður
Þessi yndislegi snúður kom til mín í byrjun september og þetta var fyrsta myndatakan sem ég myndaði eftir að ég átti litla molann minn seint í júlí. Hann var alveg yndilslega vær og góður.
Litli molinn minn
Fyrir rúmum 6 vikum bættist þessi fullkomni litli moli við fjölskylduna okkar. Ég hef notið hverrar mínútu með honum og restinni af fjölskyldunni frá því hann fæddist og því alveg verið í fríi frá myndatökum og öllu sem því fylgir. Ég er hinsvegar að byrjuð að mynda aftur núna en tek þó takmarkaðann fjölda af myndatökum næstu mánuði og bið fólk því að vera tímanlega að panta tíma. Nokkrar myndir af molanum mínum alveg nýjum þvílíkt ríkidæmi
Lítill sykursnúður
Þessi litli fallegi moli kom til mín í myndatöku síðasta haust nokkurra daga gamall og svo vær og rólegur. Eldri systir hans kom líka til mín þegar hún var lítil ponsa
Stóra syss og litli bró
Alveg yndisleg þessi tvö sem komu til mín fyrir jólin í fyrra þegar sá litli var aðeins nokkurra daga gamall, en stóru systurina myndað ég einmitt líka þegar hún var pínu pons.
Fallegur moli og stóri bróðir
Yndislegir bærður sem komu til mín fyrir jólin í fyrra þegar sá yngri var aðeins nokkurra daga gamall. Stóri bróðirinn er algjör fjörkálfur sem ég hef myndað áður og sá litli hann var nú ekkert á því að sofa í myndatökunni, en allt hafðist þetta með þolinmæðinni.Fa