Júlía Rún
Lítil krúttapútta sem kom í myndatöku í desember
Emilía Dís
6 mánaða krúttsprengja sem kom í myndatöku fyrir jólin ásamt foreldrum sínum. Fullt af myndum…gat ekki valið úr
Ísólfur
Lítll krúttkarl sem var í miklu fjöri
Röskva, Hilda Rögn, Sigmar Rökkvi + foreldrar
Við mamman höfum þekkst frá því við vorum krakkar, vorum í sama árgangi í grunnskóla, bjuggum lengi vel í sömu götu og lékum okkur oft saman. Aftur í menntaskóla vorum við saman í einhverjum áföngum og nokkrum árum eftir að hafa útskrifast úr hittumst við fyrir tilviljun í búð og komumst að því að við vorum báðar að flytja í Voga á sama tíma. Fljótlega eftir að dóttir mín byrjaði í leikskólanum þar byrjaði Tinna að vinna þar og hefur því passað bæði börnin mín þar þangað til sl. haust. Þegar hún sagði mér að hún væri að hætta í leikskólanum þá táraðist ég, því það dýrka hana allir, börn…
Ásdís Ösp og Alexandra Fjóla
Ég elska þegar ég fæ að mynda sömu börnin aftur og aftur, fá að fylgjast með þeim vaxa og dafna og sjá allar breytingarnar sem hafa orðið á milli þess sem ég hitti þau. Ásdís Ösp og Alexandra Fjóla og frábæru foreldrar þeirra voru engin undantekning. Ég myndaði þau fyrst þegar Ásdís Ösp var nokkurra vikna, aftur þegar Alexandra Fjóla var nokkurra vikna og svo núna fyrir jólin. Alltaf jafn gaman að hitta ykkur elsku Elín, Pétur og dásamlegu stelpurnar ykkar