Röskva, Hilda Rögn, Sigmar Rökkvi + foreldrar
Við mamman höfum þekkst frá því við vorum krakkar, vorum í sama árgangi í grunnskóla, bjuggum lengi vel í sömu götu og lékum okkur oft saman. Aftur í menntaskóla vorum við saman í einhverjum áföngum og nokkrum árum eftir að hafa útskrifast úr hittumst við fyrir tilviljun í búð og komumst að því að við vorum báðar að flytja í Voga á sama tíma. Fljótlega eftir að dóttir mín byrjaði í leikskólanum þar byrjaði Tinna að vinna þar og hefur því passað bæði börnin mín þar þangað til sl. haust. Þegar hún sagði mér að hún væri að hætta í leikskólanum þá táraðist ég, því það dýrka hana allir, börn og foreldrar. En um leið sagði hún mér að hún væri að hefja kennslu í fyrsta bekk, enda hafði hún þá nýlega lokið kennaranámi. Svekkelsið tók því alveg U-beygju og gleðin varð þvílík vegna þess að dóttir mín byrjaði einmitt í skóla sl. haust og betri kennara hefði ekki verið hægt að hugsa sér.
Merkilegt hvernig lífið liggur stundum, ekki hefði ég trúað því þegar við lékum okkur saman í götunni heima fyrir langa löngu að hún ætti eftir að passa börnin mín í leikskólanum og síðar kenna dóttur minni í skóla.
Tinna og Teitur eru ótrúlega rík og eiga 3 gullfallega og skemmtilega gullmola
One Comment
Tinna og co
Vá takk fyrir hlý orð í minn garð. Fæ alveg sting í hjartað og smá tár á hvarma við þetta. 🙂 Þúsund þakkir fyrir okkur. Æðislegar myndir !
knús og kremj. 😉