Prinsessan og grallarinn :-)
Þessi fjörugu systkin komu í myndatöku í nóvember sl.
Hörður Freyr
Flottur strákur sem kom í myndatöku með mömmu sinni og pabba í nóvember sl.
Grallarar
Þessi systkin eru algjörir grallarar og það var mikið fjör hjá okkur í myndatökunni.
Falleg fjölskylda
Myndaði þessa fallegu fjölskyldu heima hjá þeim um daginn, þegar sú yngsta var aðeins vikugömul. Það var mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má og ég tók alveg ferlega margar myndir enda börnin einstaklega falleg og fótógenísk. Það stendur til að þau komi öll í myndatöku í stúdíóið innan skamms og ég hlakka mikið til. Til hamingju með litlu stúlkuna ykkar og fallega nafnið hennar!
Sætar systur
Þessar litlu tvær eru mér mjög kærar enda dætur MJÖG góðra vina, hef myndað fjölskylduna nokkrum sinnum áður, við brúðkaup foreldranna, bumbumyndir þegar mamman gekk með yngri stelpuna, fæðingu þeirrar litlu og svo aftur núna um daginn.