Þrjú fjörug
Þessi þrjú komu í stutta myndatöku fyrir jólin og ekki í fyrsta sinn sem ég mynda þau, reyndar þessa minnstu jú en eldri bræðurnir hafa komið til mín áður, ma. kom sá elsti í fermingarmyndatöku sl. vor.
Falleg lítil stúlka
Hún kom í myndatöku fyrir jólin ásamt eldri bræðrum sínum og foreldrum og var heldur betur í essinu sínu
Lítill pjakkur
Þessi flotti og hressi pjakkur mætti ásamt mömmu sinni til mín fyrir jólin
Emilía Dís
Það er nú hreinlega orðinn árviss viðburður að hitta þessa litlu fallegu og hressu skottu fyrir jólin, orðin hluti af jólaundirbúningnum þeirra að koma í myndatöku til mín sagði mamma hennar núna þegar þær mæðgur komu síðast. Alltaf svo gaman að hitta börnin aftur og aftur og sjá þau blómstra og þroskast
Falleg mæðgin
Þau komu til mín í stutta myndatöku fyrir jólin og það var ofsalega gaman að hitta þessi þrjú og fá tækifæri til að taka nokkrar myndir af þeim