• Ýmislegt

    ATH: Tölvupóstur

    Vegna tölvuhruns tapaðist hluti af tölvupóstinum mínum svo ef einhvern er farið að lengja eftir svari vil ég biðja viðkomandi að senda mér póst aftur. Eins þeir sem eiga bókaða myndatöku nú næstu vikur eða hafa verið í sambandi vegna tímabókanan mega endilega senda mér póst bara svo ég hafi örugglega netfang allra. Biðst afsökunar á þessu…en tölvur eru nú einu sinni tölvur og eiga þetta til, það er einmitt ástæða þess að myndir afritaðar í bak og fyrir. Spurning um að fara að afrita póstinn oftar….. -Íris

  • Ýmislegt

    Gjafakort

    Ég var beðin um að lífga og fríkka veggi fæðingardeildarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir alllöngu síðan. Það eru nú þegar komnar nokkrar af myndunum mínum þar upp á veggi. En veggplássið er töluvert og því nóg að fylla, upp kom sú hugmynd að hafa eingöngu myndir á veggjunum sem fæðst hafa á deildinni og vantaði mig því “módel”. Ég útbjó 10 stk gjafakort handa nýbökuðum foreldrum þar sem þeim býðst myndataka að kostnaðarlausu, þau fá 1 stk. mynd í str 20×25 cm gegn þvi að ég megi nota myndirnar á veggi fæðingardeildarinnar og á www.infantia.eu. Nú þegar er farið að heyrast í foreldrum og ég búin að mynda nokkra nýbura.