Ýmislegt

Vilt þú eiga kost á að vinna myndatöku?

Ég ætla að gefa eina barnamyndatöku ásamt 6 mynda albúmi. Um er að ræða klukkustundarlanga myndatöku fyrir allt að 3 börn og hægt að mynda mömmu og pabba með. Ath gildir ekki um ungbarnamyndatökur.

Það sem þú þarft að gera til að vera með:

*gerðu “like” við myndina hér að ofan á Facebook hafir þú ekki þegar gert það

*skrifaðu “comment” við þennan póst og segðu frá því hvernig þú myndir vilja hafa þína myndatöku

*þú mátt líka alveg deila þessu á Facebook, en það er ekkert skilyrði:o)

Opið er fyrir skráningu frá og með núna til kl. 23.59 laugardaginn 15. september. Vinningshafinn verður tilkynntur sunnudaginn 16.september.

Ath dregið verður úr “commentum” við þennan póst en ekki “likes” á Facebook, hins vegar er skilyrði til að fá vinninginn að hafa sett “like” við myndina á Facebook. Það er líka auðvitað skilyrði fyrir vinningnum að vera búinn að gera “like” á Infantia Ljósmyndir síðuna á Facebook.

177 Comments

  • Hafdis Gunnarsdóttir

    Langar rosalega mikið að láta mynda strákinn minn , hafa myndartökuna bara ótrúlega plain en samt flotta 😉 langar svo að setja hann í myndartöku:)

  • Linda Ösp Sigurjónsdóttir

    Myndi vilja fá flottar myndir af Karítas Talíu alveg komin tími til þess 🙂 Myndi vilja hafa hana venjulega myndatöku með flottum bakgrunn og skemmtilegu dóti eða eh sniðugu í kring 🙂

  • Margrét H. Sævarsdóttir

    Langar mikið að vinna myndatöku fyrir strákinn minn 🙂

  • Sigríður Brynjarsdóttir

    Ég myndi vilja fá líflegar myndir af dóttur minni og jafnvel mér með henni 🙂

  • Ásta Ósk Hákonard

    Langar mikið í myndatöku af dásamlegu börnunum mínum sem eru fjögur á aldrinum 1 – 10 ára:) Takk Takk

  • Linda Björk Árnadóttir

    Langar í mynd af 3 yndislegu börnunum mínum og ekki væri verra að fá eina með foreldrunum líka.

  • Ásrún Björg Arnþórsdóttir

    Á mjög hressa tvíburastráka og tvö eldri stjúpbörn sem að mig langar svo að eiga fallegar myndir af saman. Ekki væri leiðinlegt að geta fengið eina fjölskyldumynd líka 🙂

  • Erna

    Ég á tvo stráka sem ég væri til í að fá myndir af, saman og svo í sitt hvoru lagi.

  • Þuríður R. Sigurjónsdóttir

    Er mikið búin að vera að pæla í myndatöku fyrir börnin, á tvo 3 ára og 7 mánaða og langar að fá fallegar systkinamyndir af þeim í lopapeysum, með húfur, með dótið sitt, svo er litla snúllan farin að sitja þannig að það er einhvernvegin meira í boði. Þau eru svo hrifin hvort að öðru að ég sé svo fyrir mér hvað þetta yrði gaman hjá þeim, já og auðvitað okkur foreldrunum líka 😀

  • Eyrún Elly

    16 mánaða dóttir mín myndast svo afskaplega vel og mig dauðlangar að fagmanneskja taki flottar myndir af henni!

  • Hera

    Hæ hæ skvís

    Ég væri til í að fá útimyndatöku af mínum börnu finnst svoleiðis myndartaka alveg einstaklega flott:)

    Kveðja Hera

  • Kristjana Sigurveig Sveinsdóttir

    Ég á 4 ára strák sem hefur aldrei farið í myndatöku, mikið rosalega væri gaman að fara með hann í myndatöku hjá þér. Pabbi hans er slökkviliðsmaður og við myndum kanski biðja þig um að taka eithverjar myndir tengdar því. Bestu kveðjur Kristjana.

  • Sigríður Tinna Jóhannsdóttir

    Ég væri til í að fá fjölskyldu/barnamyndatöku 🙂 Á 2 fallegar prinsessur og ég hef ekki farið í myndatöku síðan þær væru 9mán su yngri og eldri var rúmlega 2 ára. það er eina skiptið sem ég hef farið með þær saman og þá náðist heldur enginn góð fjölskyldumynd ! Svo ég yrði himinglöð ef ég gæti fengið myndatöku hjá þér 🙂

    Kv. SiggaTinna 🙂

  • Eva Dögg Jónsdóttir

    Algjör draumur að komast með börnin mín tvö í barnamyndatöku til þín.
    Svo fallegar allar myndirnar þínar 🙂

  • Sigríður Guðmundsdóttir

    Ég á tvær yndislegar snúllur, 6 ára og 2 ára. Langar alveg ofsalega í fallega haust-útimyndatöku með þeim og fallega og líflega fjölskyldumynd 🙂

  • Magga Lena

    Hef aldrei farið með börnin mín í myndatöku og löngu kominn tími til, Þau eru 7 og 11, væri rosa til í svona töffara og pæju myndatöku,

  • Hugrún Valtýsdóttir

    Ég myndi vilja barnamyndatöku af börnunum mínum þegar þau verða orðin tvö!
    Einn fjögurra ára drengur og annar væntanlegur á næstu dögum … Væri gaman að eiga fallegar myndir af þeim saman þegar litli drengurinn er nýfæddur.

  • Rebekka

    Ég á eina 11 mánaða stelpu sem mig langar til að fá myndir af. Mig langar til að fá bjartar og líflegar myndir af henni og ekki væri leiðinlegt að fá mynd af okkur fjölskyldunni saman 🙂

  • Jóna

    Mig langar í myndratöku fyrrir strákana mína 2 hef nú ekki vit á hvernig bara e-h flotta sem sýnir þeirra persónuleika 🙂

  • Kristjana Ósk Kristjánsdóttir

    Ég á stelpu sem er alveg að verða 3 ára og 5 mánaða strák og langar í fallegar myndir af þeim 🙂

  • Jóhanna Höskuldsdóttir

    Mig mundi langa í myndatöku fyrir lítinn ömmustrák sem er að verða 10 mánaða og hefur ekki farið í myndatöku ennþá 😉

  • kristin Gisladottir

    Langar i myndatöku af börnunum minum 3 uti. Teknar i hrauninu

  • Eydís Björk Guðmundsdóttir

    Elska stílinn þinn, ferskur og “clean”.
    Væri svo til í mynd af 3 ára stráknum mínum með okkur foreldrunum 🙂

  • Bergrún

    Væri gaman að fá myndir af strákunum mínum tveimur. Sá yngri hefur aldrei farið í myndartöku

  • Bergrós

    myndi vilja að það yrði teknar fallegar myndir af dóttur minni( 3ára)

  • Sigurbjörg Sigurðardóttir

    Væri til í fallega myndatöku af litlu stelpunni minni, plein myndir og kanksi einhverjar úti líka.

  • Berglind S. Harðard

    Er alltaf á leiðinni með dæturnar í myndatöku. Þyrfti að fara fljótlega þar sem elsta er laus við teina og miðjan er að fá teina í nóvember;) Elska myndir af dætrunum;)

  • Birgitta Birgisdóttir

    Á tvær yndislegar dætur, væri sko til í að fá fallega mynd af þeim saman og jafnvel eina með okkur foreldrunum líka 🙂

  • Hafdís Helgadóttir

    Það væri svo gaman að geta komist til alvöru ljósmyndara með börnin og manninn. Fá fyrstu fjölskyldumyndina, það er komin ný dama í fjölskylduna og svo ætlum við í hnapphelduna í nóvember, svo það væri kjörið að komast í myndatöku.

  • Lydia Ruth

    Það er alveg að verða ár síðan við komum síðast í myndatöku til þín og væri gaman að koma aftur! Maður á aldrei nóg af myndum af þeim. Einnig væri gaman að fá eina mynd af okkur með stelpunni. Myndi ekki skemma fyrir að geta sett myndirnar á jólakort. Sé fyrir mér einhverjar skemmtilega studio myndatöku.

  • Helga Rut Guðnadóttir

    Hæ hæ finnst myndirnar þínar æði ,og var að eignast einn gullmola ,í apríl sem mér langar svo að láta mynda,, og á svo tvær stórar flottar stelpur sem langar svo að vera með litla bróðir á mynd.:):):):)

  • Gunnur asgeirsdottir

    Eg a 15 ara strak, 3 ara stelpu og adra 1 ars. Eg se fyrir mer fallega, pinu romantiska og frjalslega myndatoku sem eg gaeti nytt lika i jolakortin :))))

  • Ingibjörg Guðmundsd

    Langar að eiga skemtilegar og frjálslegar fjölskyldumyndir með eiginmanni og fallegu stelpunni okkar sem er að verða 14 ára.

  • Jóhanna Ágústa Stefánsdóttir

    Ég á tvö börn sem mig langar að láta mynda saman og eiga flotta mynd af þeim 🙂 Ég myndi vilja hafa myndatökuna einfalda og flotta 🙂

  • Jónína Eyvindsdóttir

    Ég væri til í að fá fallegar myndir af dóttur minni og líka myndir af henni með okkur hjónunum þar sem við vorum að gifta okkur um dagin og sú litla hafði nákvæmlega enga þolinmæði í myndatöku þann dag 🙁 því eru flestar myndirnar með henni frá þeim degi frekar slæmar 🙁

  • Svava

    Er svo heppin að eiga myndir af börnunum mínum sem þú tókst. Mikið væri nú gaman ef gamla settið gæti verið með í næstu myndatöku og því væri nú gaman að vinna fjölskyldumyndatöku 😉

  • Guðrún Höskuldsdóttir

    Drengirnir mínir tveir hafa aldrei farið til ljósmyndara, og mér finnst þeir stækka svo hratt, að augnablikið er dáldið núna. Þú tókst bumbumyndir af mér með yngri drenginn, og það er yndislegt að vinna með þér. Myndirnar þínar fanga dásamlega fallega stemningu, svo ég vil sem minnst stjórna, og leyfa þér heldur stýra. Takk og kveðja – Guðrún

  • Margrét Inga Gísladóttir

    Mig langar voðalega mikið að koma með litlu 17 mánaða kraftaverkastelpuna okkar í myndatöku og fá fallegar myndir af henni og okkur fjölskyldunni saman. Hún er algjör grallari og finnst gaman að príla og hanga svo það væri stuð að mynda hana. 🙂

  • Kristín Sveinsdóttir

    Á ljósmyndastofumynd af eldri drengnum mínum þegar hann var 9 ára nú er sá yngri 9 ára og væri voðalega gaman að fá mynd af honum á sama aldri og leiða litlu systir kannski að vera með 😀

  • Erla Kristinsdóttir

    Ég á tvær stelpur sem eru 5 ára og 4 mánaða. Ég væri til í fallegar myndir af þeim upp á vegg og í gjafir til ömmu og afa

  • Helga Jensdóttir

    Ég á 2 yndislega ömmustráka 6 og 7 ára. Það væri gaman að fá myndir af þeim að leik.

  • Elenora Ósk Þórðardóttir

    Úff….ég gæti skrifað heila ritgerð um hvernig myndatöku mig langar í en við “kæró” eigum samtals þrjá stráka á aldrinum 8-11.ára og eigum von á lítilli prinsessu á gamlársdag og draumurinn er auðvita að eiga myndir af þeim öllum saman og stefnan er líka að eiga bumbumyndir og newborn myndir….
    Annars langar mig að eignast svona profile myndir af okkur öllum þar sem brugðið er á leik með ljós og skugga…..Það er svo dýrmætt að eiga fallegar myndir af svona dýrmætum afleggjurum 😉
    Svo er svo gaman af svona myndum í Anne Geddes þema þar sem ungabörnin eru eins og hluti af ævintýri 😉
    …ég gæti haldið endalaust áfram en læt þetta duga í bili 🙂