Á allra vörum
Söfnunin Á allra vörum hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum og ég ákvað að láta mitt ekki eftir liggja.
Myndir af börnunum okkar eru ómetanlegar og ég ætla að gefa þessum uþb. 50 börnum myndatöku og myndir að andvirði 2.250.000.- . Með þessu vil ég sjá til þess að fjölskyldur þessara barna eigi fallegar myndir sem varðveita minningar þeirra um ókomna tíð.
Keran litli er eitt þessara barna og ég myndaði hann fyrir nokkrum árum síðan þegar hann var einungis nokkurra daga gamall.
4 Comments
Davíð
Aðdáunarvert Íris.
Vala Ögn Magnúsdóttir
Eg a 7 vikna son sem er sætastur i heimi:) mig langar ad vinna ljosmyndun hja ter svo eg get latid taka myndir af honum med Newfoundlandernum (svartur st.bernards hundur) sem mamma og pabbi eiga.
Sif Hauksdóttir
Þetta er svo frábært framtak hjá þér að ég er eiginlega orðlaus.
Hef verið að skoða myndirnar þínar hér á síðunni og mikið held ég að þú eigir eftir að taka fallegar myndir af þessum börnum.
Ég rakst á síðuna þína af fb síðunni hjá á allra vörum, á sjálf 2 drengi sem greindust nýverið með ólæknandi sjúkdóm svo þessi söfnun snerti mig djúpt, svo maður hefur fylgst vel með.
Þú ert virkilega falleg manneskja.
Helga Rut Guðnadóttir
frábært framtak hjá þér það er ,ómetanlegt að eiga myndir af krílunum sínum;);)