Vilt þú eiga kost á að vinna myndatöku?
Ég ætla að gefa eina barnamyndatöku ásamt 6 mynda albúmi. Um er að ræða klukkustundarlanga myndatöku fyrir allt að 3 börn og hægt að mynda mömmu og pabba með. Ath gildir ekki um ungbarnamyndatökur.
Það sem þú þarft að gera til að vera með:
*gerðu “like” við myndina hér að ofan á Facebook hafir þú ekki þegar gert það
*skrifaðu “comment” við þennan póst og segðu frá því hvernig þú myndir vilja hafa þína myndatöku
*þú mátt líka alveg deila þessu á Facebook, en það er ekkert skilyrði:o)
Opið er fyrir skráningu frá og með núna til kl. 23.59 laugardaginn 15. september. Vinningshafinn verður tilkynntur sunnudaginn 16.september.
Ath dregið verður úr “commentum” við þennan póst en ekki “likes” á Facebook, hins vegar er skilyrði til að fá vinninginn að hafa sett “like” við myndina á Facebook. Það er líka auðvitað skilyrði fyrir vinningnum að vera búinn að gera “like” á Infantia Ljósmyndir síðuna á Facebook.
177 Comments
Eyrún Jónsdóttir
Vá hvað það væri gaman að eignast svona flottar og fallegar myndir af fallegu börnunum mínum. Þau eru 4, 8 og 12 ára. Ég myndi vilja töffara og pæju myndir af þeim.
Sigrún Ögmundsdóttir
Ég væri svo glöð að fá myndatöku fyrir ömmudrengina mína með foreldrum sínum, dóttur minni að ógleymdri ömmu og afa.
Auðbjörg Erlingsdóttir
Á fjögur barnabörn og vildi gjarnan fá skemmtilega mynd af þeim saman. Og kannski mynd af okkur öllum saman;)
Ríkey Huld Magnúsdóttir
Ég myndi mjög gjarnan vilja fá fallegar myndir af gullmolunum mínum tveimur (1 og 3 ára). Ekki væri verra ef hægt væri að taka eina fjölskyldumynd líka:)
Hulda Pétursdóttir
Væri til í hefðbundna barnamyndatöku af strákunum mínum tveimur. Hvíti bakgrunnurinn er flottur væri til í að sjá hvernig það kæmi út. Mynd af þeim með mömmu sinni væri góð jólagjöf fyrir pabbann.
Petra Sif
Já takk hvað ég væri til í svona myndatöku. Ég myndi vilja láta mynda stelpurnar mínar 2 til að setja í jólakortin 🙂 Dýrmætasta sem maður á er myndin af gullunum sínum!
Elva Dögg Kristjánsdóttir
Væri sko alveg til í að fara með börnin mín í sína fyrstu myndatöku, myndi vilja fá fallegar og eðlilegar myndir af þeim þar sem gleði og ánægjan skín í gegn 🙂
Tinna Rós Pálsdóttir
Ég hefði áhuga á myndatöku af litlu stelpunni minni sem er 15 mánaða og finnst ekki leiðinlegt að láta taka af sér myndir.
Sara Kristjánsdóttir
Hæ hæ ég væri til í að fá útimyndatöku af okkur í fjölskyldunni. Við erum fimm ásamt einum hundi, við höfum ekki farið öll saman í myndatöku í 5 ár… Komin tíma á nýjar myndir 🙂
Gyða Björk Ágústsdóttir
Væri til í að fá blandaðar myndir af börnunum mínum, semsagt svona dæmigerðar stúdíó ljósmyndir, bæði hvert um sig og þau 3 saman 🙂
Sif
Ég myndi vilja láta mynda börnin mín 3 😉 Alltaf gaman að eiga flottar myndir!
Jóhanna Þorvarðardóttir
Já vá væri ég til í það. Hef ekki farið til Ljósmyndara frá því að frumburðurinn var 3 ára og hann er sko að verða 18 ára. Komin 2 kríli í viðbót sem hafa aldrei fengið að fara í myndatöku. Þannig að Fjölskyldumyndataka væri æði. við skírðum líka litla molan okkar 19 apríl og giftum okkur óvænt í leiðinni og engar almennilegar myndir til svo þetta væri æði
Fanney Karlsdóttir
Það væri draumur í dós að fá hópmyndatöku hjá þér af börnunum mínum þremur (0, 2 og 8 ára) og líka einhver skot af okkur foreldrunum með. Mér finnst innitökur flottar þar sem setið er á gólfi í hversdagslegum klæðum og berfætt eða allir í lopapeysum og gallabuxum.
Herdís Sigríðardóttir
Mig langar að barnabörnin mín tvo komist í myndatöku.Takk
Margrét Kolbeinsdóttir
Ég myndi vilja myndatöku fyrir stelpuna mína sem er 9 ára. Myndi vilja hafa hressa og fjöruga myndatöku í takkt við hennar persónuleika 🙂
Sigrún Ása Magnúsdóttir
Ég er svo hrifin af stílnum þínum og mig langar svo að eiga skemmtilegar myndir af börnunum mínum.
Margrét Björg Jónsdóttir
Mig langar alveg rosalega mikið í fjölskyldu myndatöku. Ég á enga almennilega mynd af okkur fjórum saman, okkur hjónunum með dætur okkar, og svo fyrir utan það að þá klúðraðist brúðkaupsmyndatakan okkar og við eigum engar almennilegar myndir frá brúðkaupinu okkar. Það væri æði að fá myndatöku hjá þér 🙂
Elín Sam
Mig myndi langa í einhverja flotta innimyndatöku af prinsunum. Og sennilega eina af okkur öllum saman líka.
Hjördís Ýrr
Ótrúlega flottar myndir. Ég væri til í myndir af börnunum mínum með einföldum bakgrunni, jafbroshýr og börnin myndast hjá þér!
Steinunn Björk Jónatansdóttir
Jahá mig langar sko í myndatöku… Búin að vera hugsa lengi um að fara með Sigurrós Evu í myndatöku enda ekki til systkynamynd með henni á, bara með strákunum! Það væri dásemdin ein að eiga mynd af þeim þrem saman 😀
Svava Steingrímsdóttir
Langar svooo í myndartöku fyrir 2 ára snúðinn minn og svo svona eins og nokkrar af allri fjölskyldunni saman. Sæta hópmynd af okkur 5 :)Flottar svona svart/hvítar m. mjög dökkum bakgrunn finnst mér:Þ
Brynhildur Hafsteinsdóttir
Langar voða mikið í myndatöku af gullunum mínum 5, (4mánaða-16ára). allaveg þeim 3 yngstu. Væri gaman að hafa hana svolítið “frjálslega”, ekki endilega þessi hefðbundna uppstilling, jafnvel með aukahlutum (t.d. dót, fatnaður) semdagt svona líflega, hópurinn saman og sem einstaklingar, Svo mætti nú kannski smella eins og einni af okkur settinu með gullunum 😉 V´ri ekki slæmt að fá eina skemmtilega í jólakortin jafnvel 😉
Jenný Kamilla
Langar mikið til að fara með óskabörnin mín tvö í myndatöku og kannski mamma og pabbi fengu líka að vera aðeins með ;o)
Ingunn Ásta Sigmundsdóttir
Mig langar að eiga fallegar myndir af börnunum mínum þremur og þínar myndir eru bara alltaf fallegar! Ég er opin fyrir því að leyfa ljósmyndaranum að ráða dálítið, en mig langar í myndir af þeim þar sem þau eru þau sjálf, ekki mikið uppstillt, en með þrjú svona lítil þarf líka dálítið að grípa augnablikið;-)
Guðný Andrésdóttir
Ohh væri sko alveg til í fallegar myndir af molunum mínum. Fórum í myndartöku með strákinn þegar hann var 2 ára ( er 8 ára núna ) og okkur langar í fallegar myndir á veggina okkar af þeim systkynum saman 8 ára og 3 ára 🙂 Svo flottar myndartökur hjá þér, ég myndi vilja myndirnar flestar í svarthvítu eða mjög lýstar ( svona hvítt look ) 🙂
Iðunn Eiríksd.
Langar í flotta barnamyndatöku af dóttur minni.
takk,
Elísabet Birgisdóttir
Væri svo til í skemmtilega og frjálslega myndatöku af börnunum mínum 🙂 og ekki væri verra að láta fylgja eina fjölskyldumynd 🙂
Þóra Kristín Arndísardóttir
Mig langar mikið í myndartöku af dömunum mínum tveimur Arndísi Maríu og Agnesi Köru þar sem þær klæðast fallegum íslenskum prjónafötum og jafnvel mynd af okkur foreldrunum með þeim. Alveg opin fyrir myndum sem eru teknar utandyra eða stúdíómynatöku 🙂
Hlín Benediktsdóttir
Ég á tvö krútt sem mig langar mikið að fá flottar og skemmtilegar myndir af.
Gyða
Það væri æði að fá myndatöku fyrir okkur fjölskylduna saman, það er svo ómetanlegt að eiga fallegar myndir 🙂
Kv.Gyða
Ragnheiður Eggertsdóttir
ég á engar myndir af ljósmyndastofu af strákunum mínum, væri til í útimyndatöku eða emð fallegum bakgrunni
Valgerður Lára Runólfsdóttir
Ég myndi gjarnan vilja mynd af barnabörnunum ásamt börnunum mínum 🙂
Ragna G Larsen
Er að fá mitt fyrsta barnabarn sem kemur heim frá Kína í lok október. Langar rosalega að fá flotta myndatöku af honum. Takk. 🙂
Guðlín Ósk Bragadóttir
Mig langar í fallegar myndir af börnunum mínum þrem 🙂
Erla Heimisdottir
Langar rosalega í myndatöku af börnunum mínum sem eru 6 ára og 3ja mánaða og svo nokkrar með foreldrunum með. Væri einnig flott ef maður gæti fengið mynd af ömmunum og öfunum með barnabörnunum sínum 😉 Alltaf flott að eiga myndir af krílunum sínum 😉
Jóhanna Ólafsd
Mig langar bara í fallegar myndr að fjölskyldunni minni, tekin af ljósmyndara 🙂
Steinunn Inga Björnsdóttir
Langar rosalega að fara með strákana mína 5 og tæplega 2 ára í myndatöku. Langar að setja myndir af þeim bæði í sitthvoru lagi og saman á striga.
Lis Ruth Klörudóttir
Ég á fimmára gamla stelpu og tveggja ára gamlan strák.
Mig langar svo að eiga góða mynd af þeim saman. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða að ég veit að eftir nokkur ár á ég eftir að sjá eftir því að eiga enga flotta mynd tekin af fagmenneskju þegar þau voru lítil 🙂
Börnin eru minn fjársjóður og væri alveg æðislegt að eiga fallega mynd af þeim systkyninum.
Mig langar bara að eiga venjulega og fallega mynd af þeim 🙂
Guðlaug Þóra Snorradóttir
Væri frábært að fá myndatöku á 3 börn, 2 stráka 7 og 3 ára og eina stelpu sem er 1 árs, væri til í að fá svona barnamyndatöku og svo kanski eina af okkur öllum saman ef það væri hægt takk fyrir að hafa leikinn
Ragna Björg Arnardóttir
Ragna Björg Arnardóttir:
Það væri rosa gaman að fá myndatöku fyrir börnin mín þrjú sem eru 12,9 og 3 ára 😉 Þeim finnst nú ekki leiðinlegt að láta taka myndir af sér 🙂 Ég myndi bara vilja líflega og skemmtilega myndatöku með einhverjum aukahlutum 🙂
Telma Dögg
Hæhæ, væri mjög til í myndtöku af strákunum mínum:) og helst væri gaman að hún væri “frjálsleg”;) það yrði yndislegt;)
Selma
Auðvitað langar manni alltaf í myndatöku frá þér :):) Ég myndi vilja útimyndatöku út í hrauni :):)
Inga Ýr
Væri til í myndir af krökkunum 🙂
Nanna Rut Pálsdóttir
Það væri æði að fá myndatöku fyrir tvíburana mína. Mig langar svo með þau í myndatöku, bara svona venjulega
Sonja Andrésdóttir
að mynda börninn mín út í nátturinni í Vestmannaeyjum .)
Heiða Ösp
Langar rosalega til að fá myndir af börnunum þrem. Myndi vilja hafa myndirnar fjörugar og fallegar, rétt eins og börnin eru 🙂
Fríða Einars
Var að flétta í gegnum myndirnar og líst mjög vel á! Strákurinn minn fermist næsta vor svo þetta væri tilvalið í það ;O)
Unnur Magnúsdóttir
Mig langar í mynd af börnunum mínum saman þeim Björgu og Friðriki sem hefur komið til þín áður. Eins væri skemmtilegt að eiga eina flotta mynd af allri fjölskyldunni saman. Kveðja Unnur
Inga Ægis
Vá ég væri sko til í myndatöku með börnin þrjú þegar litla prinsessan mætir á svæðið 🙂 Mér finnst allar myndirnar hjá þér mjög flottar og mundi klárlega leyfa þér að ráða.
Unnur Guðjónsdóttir
Flottar myndir hjá þér
Mig vantar einmitt fermingamyndatöku fyrir skvísuna mína