Ýmislegt

Vinavika – besti vinurinn

Hann hefur verið besti vinur minn í 16 ár og  ekki nóg með það þá er hann líka maðurinn minn(ókei unnustinn minn, við erum víst ekki enn gift). Við kynntumst á 16 ára afmælisdaginn minn og fórum að vera saman nokkrum dögum síðar og höfum verið saman síðan þá. Í febrúar sl. voru liðin 16 ár frá því við byrjuðum saman og það þýðir að ég hef átt helminginn af ævi minni með honum. Hann hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt, stutt mig og hvatt mig áfram. Ég er honum óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman og veit það fyrir víst að ég stæði ekki í þeim sporum sem ég stend í dag án hans. Það er einmitt vegna hans sem ég er ljósmyndari.

Ljósmyndaáhuginn hefur alltaf blundað í mér en fyrir nokkrum árum síðan hafði hann heltekið mig, ég ætlaði samt ekkert að gera meira úr því heldur fara í kennaranám, læra eitthvað praktístkt að mér fannst. Hann hins vegar stoppaði mig af og sagði dálítið sem ég mun aldrei gleyma: “Hlustaðu á hjartað, lærðu það sem þig langar að læra og vinna við í framtíðinni. Ég vil frekar sjá þig elta drauma þína heldur en að sjá þig læra og vinna við eitthvað bara afþví það er skynsamlegt.”

Ég hlustaði á hjartað og hann og hér ég í dag, alltaf að taka myndir og hef atvinnu af því sem ég elska að gera.

Takk ástin mín fyrir allt og allt, takk fyrir að vera þú og takk fyrir að vera besti maður sem hægt er að hugsa sér og um leið besti vinur minn.

Nokkrar myndir fylgja og ohhh ég trúi því varla að ég skuli “actually” setja sumt af þessu hingað inn (en það skýrir kannski afhverju ég er bakvið myndavélin en ekki fyrir framan hana)

Nýbyrjuð saman og kúlið alveg lekur af okkur

Fína hárið eins og á myndinni fyrir ofan fauk fyrir þessari hárgreiðslu stuttu eftir að við fórum að vera saman

Í fyrstu útilegunni okkar saman, sumarið 1995

Líka sumarið ’95, tekið í Dritvík

Ágúst ’95 á Álftanesi, og nei við skulum ekki ræða þennan kjól neitt

Haust ’95

Rétt áður en þessi mynd var tekin, bað hann mín þarna í þessu litla rjóðri í Húsafelli, ágúst 1998

Nýflutt til Kaupmannahafnar árið 1999

Fyrstu jólin okkar saman í Danmörku, 1999

París 2001

Spánn 2002

Við urðum 3

Fyrstu jólin okkar sem þriggja manna fjölskylda, 2004

Á góðri leið með að verða 4 manna fjöskylda, jólin 2006 og ég kasólétt af Aroni

Það er enginn ríkari en ég og börnin gætu ekki verið heppnari með pabba sinn, janúar 2007 tekið daginn eftir að Aron fæddist

Sumarið 2009

Jólativolí í Kaupmannahöfn, desember 2009

Páskar 2010

Afsaka lengsta bloggpóst bloggsögunnar held ég, en það er úr svo mörgum myndum að velja og mörgu að segja frá. Ég hefði auðveldlega getað skrifað mörghundruð línur í viðbót og póstað fullt af fleiri myndum, en læt þetta duga.

6 Comments

  • Gerða Jenný

    Þíð eruð yndisleg bæði tvö og best saman.
    Þú segir að hann hafi beðið þín í Húsafelli fyrir löngu og hvað ertu enn að hugsa þig um??

  • Linda Björk

    Mikið áttu fallega fjölskyldu Íris mín:-) Æðislegt að fylgjast með blogginu þínu.

  • Hanna

    Fallegt blogg Íris. Kjóllinn á Álftanesinu fékk mig til að gersamlega springa. Diddó er nú líka frekar fyndinn á þeirri mynd. Ef þú fótósjoppar hana aðeins getur þú séð hvernig þið lítið út eftir 50 ár;-)

  • Unnur

    Flott par hér og ferð – já og yndisleg fjölskylda 🙂 ofsalega gaman að lesa þetta og skoða myndirnar..