“Öppdeit”
Ég er hér enn og ekkert hætt að blogga, lífið hefur bara verið “crazy” síðasta mánuðinn eða svo, en á góðan hátt. Fyrstu vikurnar í febrúar voru það tvö stór verkefni sem tóku allan minn tíma, skólakrakkar og starfsfólk Vodafone í hundruðavís, en meira af því síðar. Við fjölskyldan fórum svo erlendis í frí og erum nýkomin heim, meira af því síðar líka.
Þannig það er af nógu að taka til að skrifa um og pósta, ég er orðin langt á eftir í “mín á miðvikudegi” búin að taka myndirnar en á bara eftir að koma þeim inn. Það á líka enn eftir að setja inn nokkrar tökur frá því í desember (við erum samt að tala um að það er komin mars, hvert fer tíminn??) Það á líka eftir að setja inn nokkrar tökur frá því í janúar og febrúar, preview af áðurnefndu stórum verkefnum og svo auðvitað utanlandsferðinni. Það koma líka myndir úr brúðkaupinu um síðustu helgi og svo ætla ég að hafa vinaviku komandi vikuna hér á blogginu svo endilega fylgist með. (Phheeew þetta er aldeilis fullt, eins gott að fara að byrja:o)
og afþví póstar eru alltaf skemmtilegri með myndum á fylgir eitt svona ofur túrista snapshot af krökkunum mínum