Ýmislegt

Vinavika – Besta vinkonan

Það er vinavika í skólanum hjá  dóttur minni og það fékk mig til að hugsa um hversu góða vini ég á. Næsta vika mun vera vinavika hér á blogginu og póstar því á persónlegum nótum.

Hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hver þú værir eða hvar þú værir í lífinu án vina þinna? Ég veit fyrir víst að ég væri ekki sú sem ég er eða á þeim stað í lífinu sem ég er án minna vina.

María besta besta vinkona mín fær heiðurinn af fyrsta póstinum enda á hún afmæli í dag (til hamingju með daginn þinn). Hún hefur verið besta vinkona mín frá því í 1.bekk og við höfum brallaði ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum árin. Þrátt fyrir að við höfum á tímabilum búið í sitthvoru landinu í samtals 7 ár þá hefur vináttan aldrei breyst. Við höfum deilt mörgum af okkar stóru stundum í lífinu saman bæði góðum og slæmum t.d.fæðingum barna okkar, brúðkaupum  og jafnvel ástvinamissi.

Hún er alltaf til staðar fyrir mig þegar ég þarf á henni að halda, hvort sem það er þegar við höfum staðið í flutningum, mikið mæðir á í vinnunni eða hvað sem e. Hún er alltaf boðin og búin til að hjálpa til, hvort sem það er að passa börnin eða á annan hátt. Ég er henni einnig svo ótrúlega þakklát fyrir allann þann tíma sem við höfum þekkst, allar góðu stundirnar, alla hjálpina, samveruna og þann ómetanlega stuðning sem hún veitti mér þegar elskuleg amma mín féll frá yfir síðustu jólahátíð. Takk elsku María fyrir að vera þú, það er nefnilega engin eins og þú og takk fyrir að vera besta vinkona mín

Meðfylgjandi eru svo nokkrar myndir sem teknar hafa verið við hin ýmsu tækifæri, alveg spurning hversu vinsæl ég verð að hafa grafið sumt af þessu upp

Á árshátíð í 8.bekk

Á fyrsta ári í menntó

Fæðingardagur Arons sonar míns, María tók á móti honum og er besta ljósmóðir sem hægt er að hugsa sér

Brúðkaupsdagur Maríu og Sigurþórs, en hann er einnig mjög góður vinur minn og hefur verið það frá unglingsárunum

Ég var viðstödd fæðingu yngri dóttur Maríu og Sigurþórs og það var eitt það magnaðast sem ég hef upplifað

María kom með stelpurnar sínar í jólakortamyndatöku fyrir síðustu jól og þessi mynd lenti í kortinu

Hér erum við með Hönnu vinkonu okkar (hún fær sér póst síðar)

2 Comments

  • Sólveig

    Alveg pottþétt ein sú fallegasta bloggfærsla sem ég hef lesið. Þið eruð án efa heppnar að eiga hvor aðra!

  • Linda Björk

    Mikið er þetta fallegt hjá þér Íris:-) Góðir vinir eru ómetanlegir