Brúðkaup

Árni Hrannar + Eva Lind – Brúðkaup

Hana hafði alltaf dreymt um að sjá Svanavatnið, alveg frá því hún var lítil og þetta hafði hún nefnt við hann einhvern tímann á þeim tæpu tveimur árum sem þau voru búin að vera saman. Þau voru í heimsókn hjá foreldrum hans í Danmörku þegar hann sagði henni að þau væru á leið til London. Hann hafði planað þetta allt án hennar vitundar og þegar til London var komið rættist draumur hennar. Loksins fékk hún að sjá Svanavatnið, en ekki bara það heldur rættist annar draumur, Árni Hrannar kraup á kné og bað Evu Lind að vera sína að eilífu.

Þau kynntust upphaflega á sameiginlegum vinnustað þeirra og nú nokkrum árum síðar eiga þau saman tvo gullfallega drengi og eru á leið á vit nýrra ævintýra. Þau eru að flytja erlendis eftir örfáar vikur og mun þeirra án efa vera sárt saknað af vinum og fjölskyldu.

Innilega til hamingju með daginn ykkar Elsku Eva Lind og Árni Hrannar. Ég man ekki hvort ég sagði ykkur það en þá held ég alltaf andliti þegar ég er að mynda brúðkaup. Ég hef bara einu sinni áður fellt tár í brúðkaupi og það var hjá bestu vinum mínum, en athöfnin ykkar var einstök og ég gat ekki haldið aftur af tárunum hvorki í kirkjunni né veislunni. Kærar þakkir fyrir að gefa mér kost á að taka þátt í þessum degi, skrásetja ást ykkar sem er einstök.

Evu Lind hafði alltaf dreymt um vetrarbrúðkaup og fullt af snjó, ég held að það sé óhætt að segja að draumar þessarar stelpu rætast, fallegri dag hefði ekki verið hægt að biðja um.

Viðbrögð mæðranna þegar Eva Lind gekk upp að kirkjunni ásamt föður sínum

Brúðhjón gerast ekki glæsilegri

Smokin’ hot!

Til að sjá fleiri myndir frá brúðkaupsdegi Evu Lindar og Árna Hrannars, SMELLIÐ HÉR til að opna slideshow….það tekur smá stund að hlaða því inn, en verið þolinmóð;)

2 Comments

  • Dröfn Snæland

    Innilegar hamingju óskir með þennan fallega dag elsku Eva Lind og Hrannar. Ég held að ég hafi sjaldan séð jafn fallegar myndir,veturinn var meira að segja fallegur þennan dag:O) Gangi ykkur allt í hagin og aftur til hamingju með góðri kveðju Dröfn,Jón Ari,Svanhildur,Eyþór og Eygló<3