Börn

Flottur pjakkur

Flottur strákur sem kom til mín um daginn ásamt foreldrum sínum. Það varð smá panik þegar uppgötvaðist að taskan með fötunum fyrir myndatökuna hafði orðið eftir heima, ég bauð þeim að koma aftur síðast en foreldrarnir ákváðu að láta slag standa og ég býst ekki við að þau sjái eftir því. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um fallegu börnin en ekki fötin sem þau eru í. Eins og sjá má á myndunum breytti það engu þó ekki væru föt með til skiptanna.