Mardís Ylfa
Ég hef sagt það áður og segi enn og aftur ég elska það að fá að mynda sömu fjölskyldurnar aftur og aftur og fá að fylgjast með börnunum vaxa og dafna. Ég myndaði kúluna sem Mardís Ylfa var inní, þegar hún var nokkurra daga gömul og nú aftur fyrir jólin þegar hún var orðin rúmlega 10 mánaða skottulotta.