Vilt þú eiga kost á að vinna myndatöku?
Ég ætla að gefa eina barnamyndatöku ásamt 6 mynda albúmi. Um er að ræða klukkustundarlanga myndatöku fyrir allt að 3 börn og hægt að mynda mömmu og pabba með. Ath gildir ekki um ungbarnamyndatökur.
Það sem þú þarft að gera til að vera með:
*gerðu “like” við myndina hér að ofan á Facebook hafir þú ekki þegar gert það
*skrifaðu “comment” við þennan póst og segðu frá því hvernig þú myndir vilja hafa þína myndatöku
*þú mátt líka alveg deila þessu á Facebook, en það er ekkert skilyrði:o)
Opið er fyrir skráningu frá og með núna til kl. 23.59 laugardaginn 15. september. Vinningshafinn verður tilkynntur sunnudaginn 16.september.
Ath dregið verður úr “commentum” við þennan póst en ekki “likes” á Facebook, hins vegar er skilyrði til að fá vinninginn að hafa sett “like” við myndina á Facebook. Það er líka auðvitað skilyrði fyrir vinningnum að vera búinn að gera “like” á Infantia Ljósmyndir síðuna á Facebook.
177 Comments
Melkorka Hrund Albertsdottir
Mundi vilja fá myndatöku af dóttur minni Söru Leu. Hún er eins og hálfs, mundi vilja fallega og einfalda, rólega liti, rómantíkst umhverfi. Kannski pastel liti. Eða flotta jólamyndatöku 🙂
Erla María Árnadóttir
Ég er alltaf á leiðinni með börnin mín í myndatöku en hef því miður aldrei látið verða af því, ég á tvö yndisleg börn og væri mikið til í að fá myndir af þeim og það væri ekki verra ef við foreldrarnir fengjum að vera með á 1-2 myndum 🙂 Krossa putta…
Hildur Gylfadóttir
3ja krílið bættist í barnahópinn minn á þessu ári. Hef farið með hin í myndatökur og langar mjög að halda því áfram… fallegar sysktinamyndir eru gulls í gildi!
Elísabet Kristjánsdóttir
Já, takk 🙂 Væri ekkert smá til í myndatöku fyrir litla strákinn minn 🙂
Halldóra Kristjánsdóttir
Ég myndi vilja hafa það fjölskyldu mynd 🙂 Og líka myndir af fallega stráknum mínum sem finnst skemmtilegast í heimi að pósa fyrir mömmu sína 🙂
Ingveldur Guðný
Myndi vilja fá ,,all in one” fjölskyldumyndatöku.
Tinna Stefánsdóttir
Mikið væri gaman að fá einhvern annan til að mynda börnin mín en okkur hjónin. Ljósmynd er minning sem lifir
Sigríður
Ég á tvö barnabörn 17mán og 4ra mán. það væri mjög gaman að fá fallegar myndir af þessum krílum mínum 🙂
Kristín Sveinsdóttir
Á svo flottar myndir af elsta peyjanum þegar hann var 9 ára nú er yngri peyjinn 9 ára og væri gaman að eiga mynd af honum á sama aldri og bróðirinn og litla systir fær að vera með 😀
Birna
ég myndi vilja fá flotta töku af minum litla gutta og það væri svo mikil snilld ad geta fengid systur hans i med honum þvì vid eigum engar flottar myndir af þeim saman. 🙂
Brynja Dögg Gunnarsd.
Langar í myndir af börnunum mínum. Á tvo stráka og svo er komin 29 vikur á leið með litla prinsessu 🙂
Lára Björg Þórisdóttir
Ég myndi vilja láta taka mynd af Stráknum mínum 1 árs með uppáhaldsfrænda sínum sem var að fæðast! Væri algjör draumur.
Elín Sigrún Espiritu
Ég væri til að fá mynd af stelpunni minni sem er 19 mánaða…kannski útimyndatöku 🙂
Jóna Ósk
Hæhæ 🙂
Ég á tveggja ára strák og tvær stjúpdætur, mig langar svo að láta mynda þau öll saman og svo okkur foreldrana með á einni mynd eða svo 🙂 Frjálslegar myndir, ekkert of mikið uppstilltar 🙂
Íris Gunnarsdóttir
Stelpan mín er að verða 2ára í október og mér þætti alveg æðislegt að fara í afmælismyndatöku. Bæði fallegar andlits myndir og svo væri frábært að fá fallega fjölskyldumynd 🙂
Linda Björk Gísladóttir
Langar mjög mikið að koma með ömmudúlluna mína í myndatöku. Hún er að verða 2 ára og er auðvitað algjörlega yndislegust 🙂
Guðríður Hanna Sigurðardóttir
ég væri til í að fá mynd að syni mínum og dóttur saman en myndi samt mest langa í fjölskyldumynd en það er frekar erfitt því kallinn minn er alltaf á sjó 🙂 en væri rosa mikið til í mynd af litlu prökkurunum mínum 4 ára og 2 ára þau eru svo æðislega fyndin í myndatöku 🙂
Heiða Sigrún Guðmundsdóttir
Langar rosalega mikið að fá myndir af dóttir minni Heru og svo líka myndir af okkur mæðgunum saman..
Guðríður Hanna Sigurðardóttir
ég væri til í að fá mynd að syni mínum og dóttur saman en myndi samt mest langa í fjölskyldumynd en það er frekar erfitt því kallinn minn er alltaf á sjó 🙂 en væri rosa mikið til í mynd af litlu prökkurunum mínum 4 ára og 2 ára þau eru svo æðislega fyndin í myndatöku 🙂
ég væri helst til í flotta útimyndatöku en myndi alveg sætta mig við fallegann bakgrunn ef það er of kalt 🙂
Ellen Helga Steingrímsdóttir
Mig hefur alltaf dreymt um að koma í myndatöku til þín! Langar svo að eiga frjálslegar, fallegar og skemmtilegar myndir af litlu familíunni okkar 😀
Björk Ragnarsdóttir
Pottþétt – langar í fleiri fallegar myndir frá þér !!
Ásta Kristín Óladóttir
Langar svo í fallega bræðra mynd af strákunum mínum þremur sem eru á aldrinum 1 til 6 ára, sem getur verið mikið challenge 😉
Stefanía Björg Jónsdóttir
ég á eina litla skvísu sem er 3 ára, og ég væri rosalega til í að fá fjölskyldu mynd af okkur foreldrunum og henni. En við höfum ekki farið í myndatöku, væri rosalega til í að fá mynd af okkur saman loksins tími til kominn.
Asthildur Gisladottir
Myndi vilja fa flottar myndir af Emeliu Osk, myndi vilja fa venjulega myndatoku 🙂
Hrefna Jóhannsdóttir
Hef aldrei farið með 5 ára dóttir mína í ljósmyndun en alltaf langað til. Hún myndast ótrúlega vel svo ég læt sérfræðingana ráða…
Elísabet Kristjánsdóttir
Já, takk 🙂 Það væri mjög gaman að koma litla stráknum mínum svona skemmtilega á óvart 🙂
Sólveig Friðriksdóttir
Langar mikið í mynd af öllum 3 dætrum mínum saman 🙂