Ýmislegt

Fæðingardeild HSS

Þær eru yndislegar allar, allar með tölu, ljósmæðurnar á Ljósmæðravaktinni í Keflavík. Þær hafa allar á einhvern hátt komið að síðustu tveimur meðgöngunum mínum og fæðingum á einn eða annan hátt, mismikið þó. Þær eiga allar hrós skilið fyrir að vera þær sem þær eru, gefa endalaust af sér og vera alltaf til staðar fyrir verðandi mæður og nýbakaðar, hvenær sem er sólarhringsins, alla daga, alltaf!

Þær heimsóttu mig í stúdíóið fyrr á árinu og fengu nokkrar myndir af sér og í framhaldinu tók ég nokkrar myndir af fæðingardeildinni og útbjó þetta kynningar myndband fyrir Ljósmæðravaktina í Keflavík

One Comment