Kæra móðir – fullbókað!
Viðbrögðin sem ég hef fengið síðan ég póstaði þessum pistli um daginn eru hreint ótrúleg, alveg ljóst að það eru miklu fleiri mömmur sem hafa hugsað eins og ég þegar kemur að því að vera á mynd með börnunum sínum. Mér finnst ákaflega mikilvægt að allar mömmur eigi fallega mynd af sér með börnunum sínum, svo ég tali nú ekki um miklvægi þess að börnin þeirra eignist þá mynd þegar þau verða eldri og mamma jafnvel ekki lengur til staðar. Þess vegna langar mig að bjóða þér kæra móðir að koma til mín með börnin þín og fá fallega mynd af ykkur saman.
Þetta virkar þannig, þú mætir með börnin þín í örstutta myndatöku, ég tek nokkrar myndir af ykkur saman, þú færð að velja úr 5 myndum og ég sendi ykkur svo eina mynd í fullri upplausn til eignar. Þú ert velkomin föstudaginn 30.nóvember frá kl. 10 og fram eftir degi. Ef þú hefur áhuga á að koma sendu mér línu á iris@infantia.eu og ég gef þér tíma. Finndu fegurðina í hversdagslegu útlitnu og fegurðina í samverunni með börnunum þínum. Láttu sjá þig…..þó það væri ekki nema fyrir börnin þín.
Bætt við 23.nóv: Tímarnir ruku út á örfáum mínútum og þessi dagur er fullbókaður.
Vonast til að sjá þig og fallegu börnin þín
Hér fylgir ein af mér og litlu monsunni minni nokkurra daga gamalli
8 Comments
Íris
fallegar !!!!
Margrét Inga
Ó hvað mig langar að koma en ég er víst að drukkna í próflestri svo ég held að það gangi ekki upp :/ Við mæðgur þurfum bara að vera extra duglegar að reyna að troða okkur inn á myndir saman. Ég er einmitt oftast bakvið vélina svo það eru aðallega til myndir af henni og pabbanum. 🙁
Ásta Kristín Óladóttir
Ég hef mikinn áhuga á að koma. Ég á þrjá fallega snúða og er yfirleitt sú sem er á bakvið myndavélina 🙂
Guðlaug Hartmannsdóttir
Já takk
Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir
Á 3 börn.
Jóhanna Þorvarðardóttir
Vá ég er sko til í að koma í myndatöku með börnin mín 🙂 Þorvarð
loga 7 mánaða, Kristínu Björg 5 ára og Símon Prakash 18 ára
Ninna
Langar sko mikið að koma, á tvær yndislegar snúllur og á nánast engar myndir af okkur saman. 🙂 Tengdi einmitt mikið við fyrri pistilinn þinn og hann varð uppspretta að umræðu um svona myndamál í mömmuhópnum mínum.
Sæunn Magnúsdóttir
Já takk ég hef mikinn áhuga á því að koma. Ég er með 3 gullmola 🙂