NÝTT – Mini myndataka
- 20 mínútur í stúdíói
- 1 setup (1 bakgrunnur)
- 3 börn hámark, ef allir eru ótrúlega samvinnuþýðir þá geta foreldrar verið með líka 🙂
- Innifaldar eru 5 myndir í fullri upplausn tilbúnar til framköllunar
- Verð: 25.000.-
Þetta er tilvalið fyrir þá sem langar í nokkrar góðar myndir en ekki endilega í heilt albúm. Með þessu gefst fleirum kostur á að koma í myndatöku og þá jafnvel oftar:)
Fyrir ykkur sem hugsið hvað í ósköpunum sé hægt að gera á 20 mínútum þá er gott dæmi hér fyrir neðan. Þessar myndir eru úr mömmumyndatökunni sl. haust. Frá fyrstu myndinni sem ég tók af þeim (sú fyrsta í röðinni hér fyrir neðan) og þar til ég smellti þeirri síðustu af (síðasta myndin hér fyrir neðan) liðu nákvæmlega 10 mínútur. Það sem meira er, þetta eru ekki allar myndirnar, það voru 22 myndir í viðbót:)
One Comment
Íris
fkljdkla