Brúðkaup

06.07.08

Sunnudaginn síðastliðinn myndaði ég yndislegt brúðkaup í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, gestirnir voru eingögnu þeir sem standa brúðhjónunum allra næst. Þetta var látlaust og heimilislegt, tónlistin falleg og stelpan þeirra átti 4 ára afmæli þennan dag og afmælissöngurinn var sunginn fyrir hana. Þetta var frábært og fallegt í alla staði og þess má geta að ég grét manna mest í kirkjunni…. enda ekki á hverjum degi sem nánustu vinir manns gifta sig.

María hefur verið vinkona mín síðan í 6 ára bekk, bjó í næstu götu og við mig og við höfum alla tíð síðan verið mjög nánar, hún tók meira að segja á móti stráknum mínum þegar hann fæddist í janúar 2007 og ekki hægt að hugsa sér betri ljósmóður. Sigurþóri kynntist ég þegar hann byrjaði í skólanum í 10.bekk og við urðum fljótt góðir vinir.

Það var frábært að fá að taka þátt í þessum degi með þeim og ég held ég geti fullyrt að þetta hafi verið fallegasta brúðkap sem ég hef farið í.

María gullfalleg brúður

Stórglæsileg hjón

Það koma svo fleiri myndir á allra næstu dögum