26.07.08
Þessi myndarlegu hjón gengu í hjónaband í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd sl. laugardag og ég var svo heppin að fá að mynda þau. Við völdum heldur óvenjulegan stað fyrir myndatökuna, eyðibýli á Vatnsleysuströndinni. Aðstæður voru dálítið erfiðar því það var alveg hífandi rok og húsið gluggalaust og því lítið skjól þar inni. En brúðhjónin svo afslöppuð og bara svöl á allan hátt að það skipti nú litlu máli, fékk líka að nota bílstjórann þeirra til að halda ljósinu fyrir mig svo allt fyki ekki út í veður og vind.
Hér eru nokkur sýnishorn fyrir ykkur Hildur og Unnar, til hamingju með daginn enn og aftur og vonandi nutuð þið brúðkaupsferðarinnar.
Verð að viðurkenna að þessi er í persónulegu uppáhaldi þessa stundina!! Þetta er algjörlega það sem ég var búin að sjá fyrir mér þegar ég skoðaði húsið tveimur dögum fyrir myndatökuna.