Hún er í uppáhaldi hjá mér þessi frábæra frænka mín sem útskrifaðist úr Kvennó með glæsibrag í lok maí. Ég hitti þau fjölskylduna við skólann strax að lokinni útskrift í hávaða roki og það skiptust á skin og skúrir, en við létum það ekkert á okkur fá.