Tulipop
Tulipop er frábær og falleg íslensk hönnun, litagleðin allsráðandi og fjörlegar fígúrur. Signý hönnuður Tulipop fékk mig til að mynda vörunar fyrir bækling, vefsíðu ofl. Ég fékk svo hana Soffíu sem heldur úti blogginu Skreytum hús til liðs við mig, hún sá um uppröðun og stíliseríngu. Við þrjár hittumst heima hjá Soffíu og það var mikið pælt og spekúlerað, raðað og myndað, breytt og myndað aftur osfrv. Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og ég hlakka til að vinna meira með þeim hjá Tulipop í framtíðinni.
Ef þig vantar fallega gjöf eða langar til að gleðja börnin þín eða bara fegra heimilið þá mæli ég með Tulipop