Nýtt útlit loksins!
Eftir hellings pælingar, vinnu og dútl þá er nýja útlitið loksins klárt. Tók ekki nema nokkra mánuði, enda svo sem margt annað sem þvældist fyrir mér í millitíðinni og fullkomnunaráráttan getur líka verið til vandræða. Stefnan er auðvitað tekin á að vera duglegri að pósta hér inn (pff hefur heyrst frá mér áður) en við sjáum hvað setur, næstu vikur og mánuðir verða ansi annasamir og þá er spurning hvort það gefist einhver tími í þetta. Heimasíðan sjálf fékk líka smá andlitslyftingu, nýjar myndir, slóð á verðskrána þaðan og annað smálegt. Það eina sem vantar eiginlega til að ég verði fullkomlega ánægð með þetta er ný mynd af mér með börnunum, en það stendur til bóta á allra næstu dögum.
Vona að ykkur líki við nýja lúkkið og ekki vera feimin við að láta í ykkur heyra
-Íris
One Comment
Svava
Hamingjuóskir með nýja lúkkið, lúkkar mjög vel 🙂
Gaman að skoða myndirnar af mínum og ég sé að það er alveg komið time á nýjar enda líður tíminn alltof fljótt.
Gangi þér vel með allt saman 😉