Haustmyndatökur 2015
Haustið er fallegasti tími ársins að mínu mati, allir þessar dásamlegu litir eru bara hreint ómótstæðilegir. Það má líka eiginlega segja það að uppáhalds liturinn minn sé O K T Ó B E R ! Ég ætla því að bjóða upp á útimyndatökur fyrri hluta október þegar haustlitrnir eru allsráðandi og gera allar myndir ótrúlega fallegar. Það er takmarkaður tímafjöldi í boði svo það er um að gera að bóka strax.
Haust myndataka = 40.000.-
30 mínútna myndataka
18 myndir sem afhendast á USB lykli í fullri upplausn, tilbúnar til framköllunar, bæði í lit og svarthvítu
Verðið miðast við 2 börn en fyrir hvert barn umfram bætast við 5000.-. Það kostar ekkert aukalega fyrir foreldra að vera með á einhverjum myndanna.
Ég sé sjálf um valið á þeim myndum sem verða fullunnar og afhentar.
Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka með því að senda póst á iris(hjá)infantia.eu