Ýmislegt

Út fyrir komfort zónið

Nokkrum dögum fyrir sveinspróf hafði Sólrún María samband við mig og bað mig að taka nokkrar myndir af sér, hana langaði í nokkrar myndir fyrir portfolio og reyna janfnvel fyrir sér við fyrirsætu störf. Ég var meira en til en þetta þýddi aðeins eitt, ég þurfti að stíga út úr mínu eigin “komfort zóni” sem er án efa bumburnar, krílin, börnin og brúðkaupin. En símtalið frá henni kom á mátulegum tíma því einmitt í sveinsprófinu þurfti ég einmitt að taka tískumyndir og þetta var tilvalið tækfifæri til að afa mig.

Við hittumst seint á sunnudegi í fallegu veðri í Flekkuvík og hér fylgja nokkrar myndir sem sýna afraksturinn

Þetta var ótrúlega skemtilegt og ég efast ekki um að Sólrún María á framtíðina fyrir sér í tísku bransanum……….takk fyrir skemmtilega myndatöku Sólrún María!

2 Comments