Ýmislegt

Sveinsbréfið

Loksins loksins…eftir nokkurra ára vinnu og bið, fékk ég sveinsbréfið í hendur. Það var afhent á aðalfundi Ljósmyndarafélags Íslands í sl. viku, það fylgdi meira að segja þessi fíni blómvöndur. Þrátt fyrir að það ætli allt um koll að keyra í samfélagi áhugaljósmyndara um þessar mundir vegna nýfallins dóms í hérðasdómi og uppi séu nú háværar raddir um að afnema ætti iðnlöggjöfina á ljósmyndun, þá tók ég samt stollt við sveinsbréfinu mínu. Einhverjum kann að þykja þetta tilgangslaust pappírs snifsi, en fyrir mér er þetta sönnun þess að ég hafði fyrir því að afla mér menntunar í faginu. Ég vann myrkranna á milli oft á tíðum og fórnaði tíma með fjölskyldunni minni til að ná þessum áfanga, í stað  þess að láta mér nægja að “gúggla” mér til um ljósmyndun, kaupa dýrar græjur og telja mig þar með ljósmyndara sem er fær í flestan sjó. Þetta snýst allt saman um viðurkenningu á menntun og ég tel mig hafa hlotið þá viðurkenningu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem ég skilaði inn í sveinsprófinu, þetta voru 10 mismunandi verkefni sem þurfti að leysa m.a. tískumyndir, ljós og dökktónataka, “still life” eða uppstilling, arkitektúr ofl. Það var einnig skriflegt próf og skila þurfti inn portfolio í upphafi próf viku þar sem sýna þurfti ákeðnar myndir ss. landslag, iðnaðarseríu, portrait, mannamót ofl. ásamt 7 frjálsum myndum.

Fyrstu tvær myndirnar sýna aðeins portfoliuna sem ég skilaði inn og restin er svo hluti af þeim myndum sem ég skilaði inn úr sjálfu sveinsprófinu

Þessar síðustu tvær hafa reyndar verið birta hér áður en læt þær fljóta með aftur, það eru svo fleiri myndir úr þeirri myndatöku væntanlegar fljótlega.

6 Comments