Brúðkaup

Marín + Valdi

Það var einn fallegan dag í nú í nóvember sem Marín Ásta og Valdimar Kristinn játuðust hvort öðru í fallegri og skemmtilegri athöfn í Bústaðarkirkju. Tár féllu og hlátrasköll og klapp ómuðu um alla kirkju, og hamingjan sem geislaði af hjónunum ungu fór ekki fram hjá neinum.  Eftir athöfnina tókum við nokkrar myndir áður en haldið var í dýrindis veislu með hnallþórum og tilheyrandi.

Elsku Marín og Valdi innilega til hamingju með daginn ykkar og takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í honum með ykkur

Anna Kristín kom með, mér til halds og trausts og það  er alveg best að hafa einhvern með sér til að halda utan um allt dótið osfrv. Takk elsku Anna mín fyrir hjálpina