Ýmislegt

Gleðileg jól

Síðastliðnar vikur hef ég myndað fullt af fallegum börnum, flottu fólki og skemmtilegu, fyndnu og frábæru á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Þetta er búin að vera smá törn, en ótrúlega skemmtilegur tími og mig langar að þakka öllum sem komið hafa til mín á árinu og leyft mér að gægjast inn í líf þeirra. Jafnframt vil ég þakka fyrir frábærar viðtökur á nýja stúdíóinu mínu, langt fram úr öllum vonum og væntinum. Takk takk þið eruð best.

Ég og mínir viljum óska ykkur gleði og friðar á jólum og farsæld á nýju ári

Jólakveðjur Íris

4 Comments