Ýmislegt

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir frábærar móttökur á því liðna

Er svona rétt að detta í vinnugírinn eftir hátíðarnar, það var ansi ströng törn í nóvember og desember svo hvíldin yfir hátíðarnar var kærkomin. Ég er alls ekkert búin að gefast upp á blogginu, hafði bara engan veginn við í desember.  Það bíða enn nokkrir eftir myndum sem teknar voru fyrir jól (fengu auðvitað jólakort og það sem þurfti í jólagjafir) og er stefnan að hafa þær allar klárar í næstu viku…þannig að biðin styttist. Eftir að það allt er klárt er hægt að fara að leggja línurnar fyrir komandi ár, skipuleggja, setja sér markmið, uppfæra heimasíðuna og blogga alveg heilan helling af sýnishornum úr myndatökum frá því í desember. Ég er líka með fullt af hugmyndum í kollinum sem þarf að hrinda í framkvæmd við fyrsta tækifæri, ef bara það væru fleiri tímar í sólarhringnum…..

Á laugardaginn myndaði ég lítið jólabarn sem fæddist á jólanótt og þó ég viti að margir bíði eftir að sjá myndir úr eldri myndatökum þá stóðst ég ekki freistinguna þegar ég sá þessa mynd þegar ég var að hlaða af kortinu inn á tölvuna.

One Comment