Fermingardama
Í byrjun sumars kom til mín falleg fjölskylda í tilefni af fermingu einnar dömunnar á heimilinu
Engill fermingardrengur
Á fallegum laugardegi í mars fermdist Engill og við hittumst í fallegum skógi sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldu hans og tókum nokkrar myndir í dásamlegu vetrarveðri. Nokkrum vikum síðar kíkti hann svo til mín í stúdíóið í nokkrar myndir líka
Þessar tvær
Alveg einstakar þessar systur sem ég hef verið svo heppin að fá að mynda nokkrum sinnum áður. Þær kom til mín í stutta myndatöku snemma á árinu og það var mikið fjör hjá okkur eins og alltaf þegar við hittumst.
Haukur Darri
Ferlega flottur fermingardrengur sem kom til mín ásamt systkinum sínum nokkrum dögum fyrir fermingardaginn hans.
Lítill pjakkur
Ég myndaði þennan alveg glænýjan og svo heimsótti hann mig aftur í stutta myndatöku í upphafi árs og þá orðinn aðeins stærri.