Flottar fermingardömur
Þessar 2 búa í samabæjarfélagi og við og kannast ég því vel við þær, búin að mynda þær síðan þær voru í leikskóla. Alltaf jafn merkilegt hvað tíminn þýtur áfram og þær núna fermdar þessar glæsilegu stúlkur.
Ferming
Róbert Andri er bróðir tvíbbanna sem hafa passað fyrir okkur í mörg ár og hann því alls ekki ókunnugur á okkar bæ. Hann fermdist nú í vor og kíkti við ásamt fjölskyldunni sinni í nokkrar myndir
Flottur fermingardrengur
Í tilefni af fermingunni kíkti þessi flotti strákur til mín ásamt yngri systkinum sínum í smá myndatöku
Fermingardama
Í byrjun sumars kom til mín falleg fjölskylda í tilefni af fermingu einnar dömunnar á heimilinu
Engill fermingardrengur
Á fallegum laugardegi í mars fermdist Engill og við hittumst í fallegum skógi sem er í uppáhaldi hjá fjölskyldu hans og tókum nokkrar myndir í dásamlegu vetrarveðri. Nokkrum vikum síðar kíkti hann svo til mín í stúdíóið í nokkrar myndir líka