Ferming
Þessi flotti strákur fermdis sl. vor, tókum nokkrar stúdíómyndir á sjálfan fermingardaginn en við tókum svo útimyndirnar þegar farið var að líða á haustið. Hann er dugnaðarforkur þessi bæði í námi og fótbolta og er frábær fyrirmynd. Ég var ekkert að hitta hann í fyrsta sinn, hann býr í sama litla sveitarfélagi og ég og svo kom hann í fermingarmyndatöku með systur sinni fyrir nokkrum árum. systir hans kom og var með á nokkrum myndum og Bella hundurinn þeirra líka
Sjarmör
Hann er algjör sjarmör þessi sem kom til mín alla leið frá Danmörku bara örfáum dögum fyrir síðustu jól
Stóra syss og litli bró
Alveg yndisleg þessi tvö sem komu til mín fyrir jólin í fyrra þegar sá litli var aðeins nokkurra daga gamall, en stóru systurina myndað ég einmitt líka þegar hún var pínu pons.
Mini myndatökur
Það voru nokkrir sem nýttu sér það að koma í mini myndatöku eða jólakortamyndatöku fyrir síðustu jól. En báðar eru þær stuttar og hnitmiðaðar, engin fataskipti, bakgrunnsskipti né annað slíkt heldur lögð áhersla á að ná nokkrum góðum myndum. Þó tíminn sé stuttur þá koma alltaf stórskemmtilegar myndir úr hverri myndatöku eins og sjá má hér.
Bjútí
Þessi bjútí kom með mömmu sín til mín fyrir síðustu jól