Fallegur moli og stóri bróðir
Yndislegir bærður sem komu til mín fyrir jólin í fyrra þegar sá yngri var aðeins nokkurra daga gamall. Stóri bróðirinn er algjör fjörkálfur sem ég hef myndað áður og sá litli hann var nú ekkert á því að sofa í myndatökunni, en allt hafðist þetta með þolinmæðinni.Fa
Lítil mús
Yndisleg lítil mús sem kom til mín nokkurra daga gömul í myndatöku fyrir jólin í fyrra.
Spræk systkini
Ansi hress og spræk þessi systkini sem komu í jólamyndatöku til mín í fyrra, það var heldur betur fjör og gaman hjá okkur.
Yndisleg fjölskylda
Þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessi öll enda hef ég fengið að fylgja þeim ansi lengi, eða síðan foreldrarnir létu pússa sig saman fyrir nokkrum árum síðan. Brúðkaupið þeirra var það fyrsta sem ég myndaði og þau hafa svo komið til mín nokkrum sinnum síðan og alltaf jafn yndisleg og gaman að hitta þau. Í fyrra haust þegar þau komu tóku þau ömmuna og afann með líka sem gerði þetta enn skemmtilegra.
Litla systir
Þessi litla snót kom til mín fyrir síðustu jól nokkurra daga gömul ásamt foreldrum sínum og stóra bróður. En ég hef verið svo heppin að ég hef myndað hann áður og einnig litlu systur þegar hún var enn í bumbunni.