Yndisleg krúttbomba
Þessi yndislega stúlka var inni í þessari kúlu og kom til mín þegar hana vantaði 1 dag uppá að verða mánaðargömul. Venjulega mynda ég ungbarnamyndatökur þegar börnin eru orðin þetta gömul en gerði undantekningu í þessu tilfelli og sá ekki eftir því. Prinsessan svaf eins og engill og var svo meðfærileg og þægileg.
Krúttleg systkini
Ég fékk Aríu í heimsókn þegar hún var á svipuðum aldri og Kári litli bróðir hennar er á núna, svo gaman að sjá hana aftur.
Lítil frænka mín
Þessi litla gullfallega frænka mín fæddist 29.febrúar og kom til mín nokkurra daga gömul
Flottar fermingardömur
Þessar 2 búa í samabæjarfélagi og við og kannast ég því vel við þær, búin að mynda þær síðan þær voru í leikskóla. Alltaf jafn merkilegt hvað tíminn þýtur áfram og þær núna fermdar þessar glæsilegu stúlkur.
Allir hressir
Í þessari fjölskyldu voru allir heldur betur hressir og sprækir og mikið gaman hjá okkur.