Brúðkaup 20.12.12
Árna hitti ég fyrst fyrir 18 árum síðan þegar við maðurinn minn byrjuðum saman, þeir miklir vinir og við eyddum ófáum stundunum saman. Vinahópurinn þeirra strákanna stór og skemmtilegur og alltaf eitthvað um að vera. Nokkrum mánuðum eftir að ég kynntist Árna sagði hann okkur að hann hefði hitt stelpu sem hann kolféll fyrir og að hún héti Íris. Ég husaði með mér að það væri eins gott að það væri eitthvað spunnið í þessa stelpu því Árni er svo sannarlega gull af manni. Ég man þegar við Írisarnar hittumst fyrst, í partýi hjá einum í vinahópnum, við smullum strax saman og það fór ekki á milli mála að þarna…
Lítil jóla ponsa
Fyrsta myndataka ársins var af pínulítilli ponsu sem skaust í heiminn rétt fyrir jól 10 dögum of snemma. Hún svaf eins og engill alla myndatökuna og var algjör draumur.
Sprækar systur
Þær komu örfáum dögum fyrir jól þessar flottu skvísur og eins og sönnum prinsessum fannst þeim ansi gaman að dressa sig upp í flotta kjóla og láta taka af sér myndir
Gleðisprengja með meira
Elísabet María er ótrúlega hress, kát og skemmtileg stelpa sem kíkti til mín með mömmu sinni í október. Með þeim komu frænkur þeirra mæðgna og fengu að vera með á nokkrum myndum sætar frænkur yndilseg!
Viktor Alex
4 mánaða krúttsprengja sem kom til mín í myndatöku sl. haust ásamt foreldrum sínum.