Flottur fermingardrengur
Í tilefni af fermingunni kíkti þessi flotti strákur til mín ásamt yngri systkinum sínum í smá myndatöku
Tvö hress
Eldhress systkini sem kíktu í mini myndatöku um daginn
Ponsa
Lítil pínu pons sem kom til mín um daginn ásamt foreldrum sínum og stóru systur og stóra bróður. Hún svaf alveg eins og engill og var algjör draumur að mynda
Lítil ponsa
Pínu lítil pons sem kom til mín um daginn og hún var barasta alls ekkert hrifin af því að sofa þegar til þess var ætlast. Hún er ákveðin ung dama sem stjórnaði bara myndatökunni og úr varð að það var ósköp lítið sofið, en gaman þó og myndirnar auðvitað fallegar þrátt fyrir það.
Aníta & Sædís – Útskrift
Þessar 2 eru alveg yndislegar og er búnar að vera svo stór hluti af fjölskyldunni okkar síðastliðin ár. Þær bjuggu á móti okkur og bönkuðu fyrst uppá 11 ára og báðu um að fá að passa börnin, sem þá voru 2. Þær fengu að fara í gönguferðir með þau og fljótlega fóru þær að koma oftar og oftar og urðu fastar barnapíur hjá okkur. Þær hafa hjálpað okkur ómetanlega mikið og börnin öll dýrka þær báðar. Við höfum farið erlendis oftar en einu sinni og þær haft börnin á meðan (þegar þau voru bara 3 og ekki orðin 4) og stýrt heimilinu eins og þær hafi aldrei gert annað. En…