Viktor Marel
Flottur og fjörugur lítill pjakkur sem kom í myndatöku um daginn og hvutti fékk að fylgja með.
Lilla og Gilla
Guðdómlega fallegar og pínu litlar þegar þær komu í mynatöku tæplega þriggja vikna gamlar. Þær voru nú ekkert á því að sofa á sama tíma en það hafðist á endanum.
Flott kúla
Fékk eina flott kúlu til mín um daginn til að ég gæti tekið nokkrar myndir fyrir verkefni sem ég er að vinna að um þessar mundir. Hún var komin 38 vikur og ekkert lítið glæsileg! Þúsund þakkir fyrir að koma: )
Lítill moli
Ohhh…hvernig er hægt að vera svona mikið krútt? 13 daga gamall þegar hann kom í myndatöku, ætlaði aldrei að gefa sig og sofna, en loksins þegar það gerðist þá svaf hann vært.
Vikan
Í nýjustu Vikunni eru myndir frá mér ásamt umfjöllun um brúðhjónin sem ég myndaði á Ljósanótt.