21/52 Söngfugl
Söngfuglinn minn sem hefur mjög gaman af tónlist, enda var hún ekki nema þriggja mánaða þegar við byrjuðum á tónlistarnámskeiði fyrir ungabörn (í Danmörku). Þetta kvöld sat hún með pabba sínum, valdi lög á Ipodnum og söng hástöfum með.
20/52 Dancing Queen
Dagbjört á danssýningu sem haldin var í Andrews Theatre sl. helgi. Hópurinn hennar dansaði við Mamma Mia með ABBA og atriðið þeirra var ótrúlega flott og merkilegt hvað maður verður stoltur á svona augnabliki. Stoltið svo mikið að glitti í tár.
19/52 Heimkoma
Ég skrapp erlendis í rétt tæpar tvær vikur um daginn og hitti börnin mín ekkert þann tíma og tók þar af leiðandi engar myndir af þeim heldur. En þegar heim var komið beið þetta mín, Dagbjört var búin að föndra handa mér gjafir í löngum bunum, ekki amalegt að koma heim í svona móttökur.
Litla ponsu spons
Lítið spons sem var inni í þessari kúlu og kom í myndatöku 8 daga gömul. Hún var takk fyrir alls ekki neitt á því að sofa og lét okkur bíða og bíða, loksins svo þegar hún sofnaði var hún nú heldur ekkert á því að láta vera hnoðast neitt með sig. En þrátt fyrir það náðum við fullt af krúttlegum myndum og hér má sjá nokkur sýnishorn.
18/52 Afmælisknús
DK þakkaði bróður sínum fyrir afmælisgjöfina með rækilegu knúsi