Krúttur
Fallegar systur sem ég fékk til mín í nóvember þegar sú yngri var aðeins nokkurra daga gömul. En ég myndaði þá eldri einmitt glænýja líka.
Litlir krúttkarlar
Þessir flottu strákar komu til mín fyrir jólin, en ég hef áður myndað þann eldri, einmitt á þeim aldri sem sá yngri var á núna.
Yndis mús
Þessi litla stóð sig svo ótrúlega vel og var algjör draumur að mynda
Hressandi sunnudagur
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að mynda þessi börn áður, fyrst drengin og svo aftur eftir að litla systir fæddist. Í þetta sinn hittumst við úti á sunnudegi um miðjan október og veðrið sýndi ýmis tilbrigði, lentum í hellidembu, fengum sól og allt þar á milli. En létum það lítið á okkur fá og skemmtum okkur vel
Lítil monsa
Yndisleg lítil monsa sem kom til mín í haus nokkurra daga ný.