Lítil krúsímús
Ponsu lítil krúsímús sem kom í myndatöku fyrir nokkru síðan þá rétt að verða tveggja vikna. Hún svaf alveg eins og draumur alla myndatökuna. Bubbles
Lítil snúlla
Afi þessarar litlu snúllu og tja hvað á maður að segja ská amma hennar eru mér afar kær, þau er mjög góðir vinir okkar og “amman” er meira segja besta besta vinkona mín í öllum heiminum. Það var því svo gaman að fá að mynda hana nokkurra daga gamla, Innilega til hamingju með gullafallegu stúlkuna ykkar Unnur og Steinar
Lítil prinsessa
Yndisleg lítil prinsessa sem kom i heimsókn um daginn ásamt foreldrum sínum og ömmu.
Símon Valur
Hann var inni í þessari kúlu og var svo mættur í myndatöku nokkurra daga gamall.
Litla múslan mín
Fyrir viku síðan bættist þessi yndislega litla prinsessa í fjölskylduna okkar. Ég ætla að taka því rólega næstu vikur og njóta hverrar mínútu með henni og restinni af fjölskyldunni. Ég mun byrja að mynda eitthvað í apríl svo það er alveg óhætt að hafa samband við mig ef þú ert á höttunum eftir myndatöku. Ég mun þó takmarka þau verkefni sem ég tek að mér á næstu vikum og mánuðum og því er rétt að panta tímanlega, en ég bið ykkur þó að sýna smá þolinmæði ef það berst ekki svar við fyrirspurnum alveg strax, ég reyni að svara eins fljótt og ég get. Hér er hún 2 daga gömul