Litla múslan mín
Fyrir viku síðan bættist þessi yndislega litla prinsessa í fjölskylduna okkar. Ég ætla að taka því rólega næstu vikur og njóta hverrar mínútu með henni og restinni af fjölskyldunni. Ég mun byrja að mynda eitthvað í apríl svo það er alveg óhætt að hafa samband við mig ef þú ert á höttunum eftir myndatöku. Ég mun þó takmarka þau verkefni sem ég tek að mér á næstu vikum og mánuðum og því er rétt að panta tímanlega, en ég bið ykkur þó að sýna smá þolinmæði ef það berst ekki svar við fyrirspurnum alveg strax, ég reyni að svara eins fljótt og ég get.
Hér er hún 2 daga gömul
3 Comments
Þórdís Þórisdóttir
æjj hvað hún er yndisleg 😉 til hamingju með prinsessuna 😉
Eva Albrechtsen
Elsku Íris og fjölskylda! Innilegar hamingjuóskir með þessa fallegu stúlku! Var að frétta af þessari síðu þinni og mér finnst hún alveg æðisleg…. ekki spurning að ég fái kannski að koma e-rn tíman til þín með börnin mín. Gangi þér og ykkur rosalega vel. Kærar kveðjur, Eva (sem bjó á tímabili uppi á lofti hjá ömmu þinni og afa ef að þú mannst ekki eftir mér).
Íris
Takk fyrir, hún er algjört yndi!
Eva ég man sko alveg eftir þér, endilega kíktu með krakkana þína einhvern tímann í myndtöku.