Friðrik Rafn, Ólöf Birna og litla systir
Eins og áður, elska að hitta sömu börnin og fjölskyldurnar aftur og aftur, myndaði foreldrana fyrst í brúðkaupinu þeirra 2007 og hef svo myndað þau nokkrum sinnum síðan. Seint í nóvember bættist við nýr gullmoli í fjölskylduna og þau komu öll í myndatöku þegar litla dúllan var nokkurra daga gömul. Ótrúlega stolt systkin með litlu systur Yndisleg fjölskylda Vonast til að fá að mynda þau aftur í framtíðinni
10 daga gömul
Lítil ponsu skons sem kom í myndatöku 10 daga gömul, svaf ótrúlega vært og vel og gerði þetta þar með miklu auðveldara allt saman.
Lilla og Gilla
Guðdómlega fallegar og pínu litlar þegar þær komu í mynatöku tæplega þriggja vikna gamlar. Þær voru nú ekkert á því að sofa á sama tíma en það hafðist á endanum.
Lítill moli
Ohhh…hvernig er hægt að vera svona mikið krútt? 13 daga gamall þegar hann kom í myndatöku, ætlaði aldrei að gefa sig og sofna, en loksins þegar það gerðist þá svaf hann vært.
Krúttulína og stóri bróðir
Þau komu í sumar ásamt foreldrum sínum þegar litla gullið var aðeins nokkurra daga gömul. Stóri bróðir alveg að kafna úr monti yfir litlu systur sinni og alveg ótrúlega ljúfur og góður við hana.