Marínar og Traustason
Rétt rúmlega tveggja vikna þegar ég myndaði hann og foreldra hans á fallegu heimili þeirra um síðustu helgi.
Falleg fjölskylda
Myndaði þessa fallegu fjölskyldu heima hjá þeim um daginn, þegar sú yngsta var aðeins vikugömul. Það var mikið fjör og mikið gaman eins og sjá má og ég tók alveg ferlega margar myndir enda börnin einstaklega falleg og fótógenísk. Það stendur til að þau komi öll í myndatöku í stúdíóið innan skamms og ég hlakka mikið til. Til hamingju með litlu stúlkuna ykkar og fallega nafnið hennar!
3 daga moli
Myndaði þennan litla gullmola í gær, rétt tæpum 3 sólarhringum eftir að hann kom í heiminn. Hann og þessi eru náfrændur, mæður þeirra eru systur, svo auðvitað smellti ég nokkrum myndum af þeim saman. Til hamingju Brynja Dís og Elli með drenginn ykkar!
Stefán Orri
Þessi litli stubbur var inni í þessari kúlu og kom í heiminn 6.september. Þessar voru teknar þegar hann var 11 daga gamall, nema sú síðasta var tekinn í dag, 16 daga gamall. Á án efa eftir að mynda hann oftar þar sem hann er sonur góðra vina…..hlakka til. Til hamingju með drenginn ykkar Helgi og Sandra og fallega nafnið líka! Koss frá stóru systur
Stubbur litli
Heimsótti þennan litla stubb á Selfoss um daginn Menn þurftu aðeins að ropa