• Nýfædd

    Lítill moli

    Hann kom til mín rúmlega 2 vikna, stór og stæðilegur strákur sem var ekkert mikið á því að sofa og lét því hafa töluvert fyrir sér. En þolinmæði þrautir vinnur flestar og ég hafði betur í einvíginu, hann sofnaði og hægt var að taka af honum myndir. En á meðan við biðum var ansi mikið spjallað og því kynntist ég foreldrunum töluvert vel á meðan.

  • Nýfædd

    Yndislega Ísabella Birta

    Hún kom með foreldrum sínum aðeins nokkurra daga gömul, og svo yndislega falleg, enda ekki langt að sækja það. Mamma hennar mætti vel undirbúin og með ýmsar hugmyndir og “props” enda hafði hún pantað myndatökuna snemma á meðgöngunni og var mjög spennt. Hún er líka einstakur fagurkeri og heldur úti lífstílsblogginu www.alavis.is sem ég mæli með að þú kíkir á. Ísabella Birta svaf eins og engill í myndatökunni og ofsalega gamana að mynda hana ásamt foreldrum sínum.

  • Nýfædd

    Litli snúður

    Það var komið að síðustu myndatökunni í stúdíóinu mínu fyrir flutning, einungis nokkrum dögum áður en við fjölskyldan fluttum úr gamla húsinu okkar fékk ég yndislega fjölskyldu í heimsókn með einn lítinn snúð. Yndilsegann dreng sem hafði stækkað fjölskylduna þeirra nokkrum dögum áður. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég hitt þau því ég myndaði stóru systur þegar hún var nýfædd og svo aftur síðar hún tók sig ansi vel út í hlutverki stóru systur og passaði vel upp á litla bróður.

  • Nýfædd

    Óskar Máni

    Ég var svo heppin að enda myndatöku árið á því að mynda þennan dásamlega litla dreng á næstsíðasta degi ársins. Nokkurra daga moli, svo yndilslegur og samvinnuþýður, án ef það barn sem þurft hefur að hafa minnst fyrir í svona myndatöku, enda notaði ég tækifærið og myndaði hann alveg í bak og fyrir fyrst hægt var að móta hann eins og leir án þess hann bærði á sér