Þvílíkt ríkidæmi
Falleg fjölskylda
Yndisleg fjölskylda
Þessi fjölskylda er ein af mínum uppáhalds….já ég viðurkenni það alveg:) En það er akkúrat fólkið sem ég fæ að mynda aftur og aftur, svo gaman að fá að hitta þau reglulega og sjá börnin þeirra vaxa úr grasi og dafna. Ég myndaði þau fyrst á brúðkaupsdaginn þeirra fyrir rúmum 2 árum, ég hitti þau svo aftur þá um haustið og myndaði þau þá úti . Þau komu svo til mín aftur í vor og þá orðin einni prinsessu ríkari.
Hress fjölskylda
Mamman var að útskrifast sem sjúkraliði og tækifærið nýtt til að koma í fjölskyldu myndatöku í tilefni dagsins.
Hress hópur
með meiru. Þau komu þrjú systkini ásamt mökum og börnum í myndatöku í október í tilefni af brúðkaupsafmæli foreldra þeirra og vildu gefa þeim myndir. Það er óhætt að segja að það hafi verið fjör í stúdíóinu meðan þau voru stödd hér : ) börnin systkinin makarnir allur hópurinn og þau voru ekkert sérlega gefin fyrir “hefðbundnar” myndir svo þessi endaði stór uppá vegg hjá foreldrunum : )